Ályktun um stöðu heimilanna
Úrræðin duga ekki
Eflings-stéttarfélag hvetur stjórnvöld til að taka nú þegar lánamál heimilanna til endurskoðunar. Ljóst er að þau úrræði sem stjórnvöld, bankar og fjármálastofnanir hafa boðið almenningi upp á duga alltof skammt í mörgum tilvikum , segir í ályktun Eflingar stéttarfélags sem samþykkt var einróma á fjölmennum félagsfundi Eflingar í gærkvöldi.
Alger forsendubrestur hefur orðið á svokölluðum erlendum myntkörfulánum og sjálfsögð krafa almennings að þau lán verði lækkuð mun meira en tilboð bankanna gera ráð fyrir ekki síst þar sem bankarnir þurfa ekki að endurgreiða þessi lán með viðmiðunum við erlendar myntkörfur.
Skorað er á stjórnvöld, Íbúðalánasjóð og bankana að viðurkenna stórskerta greiðslugetu almenns launafólks við núverandi kaupmáttarhrap og taka upp nýjar viðmiðanir sem fara eftir greiðslugetu lántakenda hverju sinni.