Fjármálanámskeið

11. 03, 2010

Fjármálanámskeið

í samstarfi við ráðgjafarstofu heimilanna

15. apríl kl. 20-22 hjá Eflingu Sætúni 1

Nýtt námskeið er í boði hjá Eflingu-stéttarfélagi í aprílmánuði. Námkeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið í að ná betri tökum á fjármálum einstaklinga og/eða fjölskyldna og ættu allir að fara heim með góð ráð og hugmyndir um hvernig má halda betur utan um fjármálin á sínum heimilum.

Námkeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn Eflingar

Efling býður í samstarfi við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna upp á námskeið um fjármál.  Um er að ræða stutt hagnýtt námskeið þar sem meðal annars verður rætt um heimilisbókhald, hvernig má ná góðri yfirsýn yfir útgjöld og tekjur og margt fleira hagnýtt sem flestir ættu að geta nýtt sér.  Kynnt verður hvernig má nýta sér heimilisbókhald sem Ráðgjafastofan býður öllum að nýta sér ókeypis á heimasíðu sinni.
Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Eflingu stéttafélagi í síma 510-7500