Laun hækka frá 1. júní
Frá 1. júní 2010 hækka laun á almennum vinnumarkaði um 2,5% taki laun ekki mið af kauptöxtum. En kauptaxtar hækka þá um 6.500 kr.
Hér er um að ræða síðasta áfangann í launahækkunum í núgildandi kjarasamningi SA og Eflingar sem er aðgengilegur á heimsíðu félagsins ásamt launatöxtum undir kjarmál. Á síðasta ári hækkuðu launataxtar um 6.750 krónur þann 1. júlí 2009 og aftur þann 1. nóvember um sömu krónutölu kr. 6.750. 1. nóvember tók einnig 3,5% launaþróunartrygging gildi hjá þeim sem enga hækkun höfðu fengið frá 1. janúar 2009 og voru ekki á kauptaxta. Ef um hækkanir á launum var að ræða á þessu tímabili þá drógust þær frá 3,5%.
Samningurinn gildir til 30. nóvember á þessu ári en þá eru einnig aðrir kjarasamningar Eflingar lausir svo sem við ríki, sveitarfélög, hjúkrunarheimili og Reykjavíkurborg. Hliðstæð hækkun á launataxta gildir einnig frá 1. júní fyrir samninga Eflingar sem heyra undir opinbera samningssviðið en nánari upplýsingar má finna undir síðu kjaramála.