Select Page

Borgar sig

Að vera í stéttarfélagi

Mikill réttindamunur á launamanni og verktaka

Nýverið var NordicaSpa ehf. úrskurðað gjaldþrota. Við þetta gjaldþrot og ýmis önnur á undanförnum misserum hefur komið í ljós hve mikilvægt það er að vera launamaður í stéttarfélagi en ekki verktaki á vinnustað.  Gjaldþrotahrina hefur gengið yfir síðustu tvö ár og ekki er að sjá að það sé á enda. Munurinn er sá að eftir gjaldþrot fá félagsmenn stéttarfélaganna laun sín þó síðar verði, stéttarfélag þeirra ver hagsmuni þeirra gagnvart þrotabúi og Ábyrgðarsjóði launa.

Á Nordica Spa starfaði fjöldi fólks sem nuddarar og í móttöku svo nokkrar starfsstéttir séu nefndar . Um það bil helmingur starfsmanna starfaði sem verktakar en aðrir voru í stéttarfélagi og þar á meðal í Eflingu.

Við gjaldþrotið gerist það að félagsmenn stéttarfélaganna fá laun sín greidd þó síðar verði og sést hafa í slíkum málum launatölur sem geta numið allt að  tveimur milljónum með orlofi og uppsagnarfresti. Þeir sem völdu að starfa sem verktakar fá að öllum líkindum ekki krónu

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere