Select Page

Félagsmenn Eflingar

Mikil ánægja með þjónustuna!

Efling-stéttarfélag fær mikið hrós í nýju Gallup könnun Flóafélaganna. Í könnuninni eru félagsmenn spurðir um hvernig þeim hafi líkað þjónustan á öllum helstu sviðum félagsins. Fræðslusvið félagsins kemur best út en þar eru nærri níu af hverjum tíu mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustuna í námskeiðum á vegum félagsins og ýmsum fræðslusjóðsstyrkjum. Meira en fjórir af hverjum fimm eru ánægðir eða mjög ánægðir með þjónustu orlofssviðsins og um sjö af hverjum tíu eru ánægðir með heilsueflingarstyrki sjúkrasjóðsins. Þá kemur það sennilega mörgum á óvart í jafnerfiðu efnahagsástandi og raun ber vitni að ríflega tveir af hverjum þremur eru ánægðir eða mjög ánægðir með aðstoð félagsins í kjaramálum. Sama hlutfall kemur fram þegar fólk er spurt um ánægju félagsmanna með félagið þegar á heildina er litið.

Ef þú vilt fræðast nánar þá er slóðin á könnunina eftirfarandi:

http://www.efling.is/efling/frettir/?cat_id=22679&ew_0_a_id=369064

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere