Efling fundar með trúnaðarmönnum um
Undirbúning kjarasamninga
Efling-stéttarfélag hefur á undanförnum dögum fundað með öllum helstu hópum trúnaðarmanna til undirbúnings kjarasamninga. Á fundi í gær voru fulltrúar frá almenna vinnumarkaðnum en í síðust viku komu saman trúnaðmenn borgarinnar og sveitarfélaganna, ríkis og hjúkrunarheimila. Á fundunum er farið yfir stöðuna í kjaramálum og það helsta sem fram kemur í Gallup könnun Flóans þar sem ýmsa vegvísa er að finna um áherslur félagsmanna í kjarasamningunum.
Á annað hundrað trúnaðarmanna hafa verið á fundunum og hafa komið fram ýmis áhersluatriði í viðræðum. Hæst hefur borið umræða um nauðsyn aukins kaupmáttar en auk þess hafa fundarmenn lagt mikla áherslu á að verja skattalegt umhverfi þeirra sem eru á lægstu launum.