Skemmtilegur fyrirlestur
Um verkalýðsstjórnmál og þjóðernisstefnu
Á fimmtudaginn í síðustu viku hélt Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjunkt í sagnfræði við HÍ, hinn árlega Dagsbrúnarfyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni. Fyrirlesturinn fjallaði að mestu um nýtt fólk í stjórnmálaumræðunni fram að lýðveldisstofnun og byggði á verkalýðsblöðunum sem gefin voru út á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þetta var skemmtileg hádegisstund fyrir alla þá sem sóttu fyrirlesturinn en lífleg umræða myndaðist að loknu erindi Ragnheiðar. Fyrirlesturinn byggir á bók hennar og doktorsritgerð, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944.