Ólík sýn á samningstímann

14. 01, 2011

olik_syn_a_samningstimann   Samninganefndir Flóa og SA koma saman

Ólík sýn á samningstímann

Viðsnúningurinn hlýtur að  liggja í fjölgun starfa sem gefi af sér auknar skatttekjur fyrir ríki og sveitarfélög með sama hætti og það bæti lífskjör launafólks með tilsvarandi fækkun á atvinnuleysisbótum, segir Sigurður Bessason, inntur eftir umræðuefni á fundi Flóafélaganna og SA þann 22. desember þegar fjölmennar samninganefndir aðila komu saman.  Flóafélögin gera einnig kröfu til að styrking krónunnar skili sér til launafólks en til þess að svo megi verða þarf að stórauka verðlagseftirlit. Þá lýstu menn áhyggjum sínum varðandi sífellt fjölgandi tilfellum af svartri atvinnustarfsemi það kalli á ennfrekari útfærslu á vinnustaðaskilríkjum. Jafnframt lýstu félögin áhyggjum sínum af fjölgandi tilfellum þar sem fólk telur sig vera undir lágmarkstekjutryggingu. Ólík sýn aðila á samningstíma kom vel fram á fundinum.

Fjölmennar samninganefndir  Flóans og Samtaka atvinnulífsins komu saman þann 22. desember til að fara yfir helstu áherslur í komandi samningum. Af hálfu Flóabandalagsins var lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að endurreisa kaupmátt atvinnutekna samhliða því að bæta kaupmátt launafólks með markvissum aðgerðum. Þá er kallað eftir því að ríki og sveitarfélög  móti lífskjara- og atvinnustefnu sem geti orðið grunnurinn að auknu svigrúmi til atvinnuskapandi starfa. Við blasi ennfrekari samdráttur með áframhaldandi skatta- og gjaldskrárhækkunum.

Viðsnúningurinn hljóti að liggja í fjölgun starfa sem gefi af sér auknar skatttekjur fyrir ríki og sveitarfélög með sama hætti og það bæti lífskjör launafólks með tilsvarandi fækkun á atvinnuleysisbótum. Þá er gerð krafa um að styrking krónunnar skili sér til launafólks en til þess að það megi verða þarf að stórauka verðlagseftirlit. Þá lýstu menn áhyggjum sínum varðandi sífellt fjölgandi tilvikum  svartrar atvinnustarfsemi sem kalli á ennfrekari útfærslu á vinnustaðaskilríkjum. Jafnframt lýstu félögin áhyggjum sínum af fjölgandi tilfellum þar sem fólk telur sig vera undir lágmarkstekjutryggingu.
Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að koma atvinnulífinu í gang en á meðan félögin bentu á að ekki væri innistæða fyrir lengri samningum en til tólf mánaða vegna skorts á trausti og eðlilegu efnahagsumhverfi þá lagði SA mikla áherslu á að samið yrði til lengri tíma eða allt að þremur árum. Báðir aðilar lögðu áherslu á að nú þyrfti að mæta fjölgun starfa þar sem tekið yrði mið af menntunarþörf einstaklinga og fyrirtækja. Þar var vísað sérstaklega til þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er í Helguvík og með sama hætti aukinni kröfu um menntun tengdri fjölbreyttari ferðamennsku.

Með nýrri atvinnustefnu verði lögð sérstök áhersla á að byggja upp starfs- og símenntun þess hóps sem stendur hvað höllustum fæti.  Fjölgun starfa og nýrra atvinnutækifæra taki mið af menntunarþörfum einstaklinga og fyrirtækja.  Nú er tækifæri að nýta tímann til þjálfunar og fræðslu með þeim öflugu fræðslustofnunum sem til staðar eru. Ákveðið var að hittast aftur í byrjun nýs árs þegar aðilar væru búnir að meta áhrif fjárlaga og fjárhagsáætlana sveitarfélaga á komandi kjarasamninga.