Viltu hætta að reykja?
Reykbindindisnámskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 17. janúar 2011. Þátttakendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir. Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og ráðgjöf til að hætta að reykja ásamt stuðning til að takast á við reyklausa framtíð. Leiðbeinandi er Ingibjörg K. Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðið kostar 13.600 kr. (sem jafngildir því að reykja pakka á dag í 15 daga, þegar pakkinn kostar 900 kr). Öryrkjar, eldri borgarar, atvinnulausir og hjón fá 10% afslátt. Hægt er að skrá sig á reykleysi@krabb.is eða í síma 540 1900.
Félagsmenn sem eiga rétt í sjúkrasjóði Eflingar geta fengið styrk fyrir hluta námskeiðskostnaðar, hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 510 7500 til að kanna málið.