Hvaðan ertu?
Ættfræðigrúsk – Í fjársjóðakistu forfeðranna
Nokkur sæti eru laus á þetta vinsæla námskeið
Eyrún Ingadóttir kennir á þessu vinsæla námskeiði hjá Eflingu þar sem leiðbeint er um hvar og hvernig á að finna heimildir um ævi fólks. Ættfræðiupplýsingar, upplýsingar í kirkjubókum og manntölum. Gögn verða kynnt sem gefa ómetanlegar upplýsingar um efnahag og aðrar aðstæður einstaklinga í fortíðinni. Einnig heimildir á netinu, munnlegar heimildir og meðferð þeirra.
Námskeiðið er í tvö skipti, 8 og 15 febrúar kl. 18 – 20.
Þátttaka er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Skráning og allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eflingar í síma 51-7500.