Við styðjum Félag heyrnarlausra í baráttu fyrir viðurkenningu táknmálsins
Stjórn og starfsfólk Eflingar-stéttarfélags styður þá kröfu Félags  
 heyrnarlausra sem hefur barist fyrir því í þrjá áratugi að táknmálið  
 hljóti opinbera viðurkenningu. Þetta eru grundvallar mannréttindi  
 sem heyrnarlausir hafa farið fram á. Við hvetjum Alþingi Íslendinga  
 til að viðurkenna táknmálið sem er grunnur að öðrum réttindum  
 þessa hóps svo sem til túlkunar, aukinna tækifæra í menntun og  
 tryggara umhverfi fyrir nýfædd heyrnarlaus börn.  
Stjórn Eflingar-stéttarfélags
