Efling, Hlíf og VSFK
Vísa kjaradeilu til sáttasemjara
Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna afhenti fyrir stundu ríkissáttasemjara, Magnúsi Péturssyni bréf þar sem kjaradeilu stéttarfélaganna Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og VSFK var formlega vísað til embættis sáttasemjara.
Sigurður sagði að ástæða þess að félögin vísa nú yfirstandandi kjaradeilu til sáttasemjara vera fyrst og fremst þá að Samtök atvinnulífsins hafni gerð kjarasamninga, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Beinar og milliliðalausar viðræður aðila séu því komnar í hnút.
Flóafélögin munu af sinni hálfu hverfa aftur til upprunalegrar kröfugerðar um stuttan kjarasamningstíma, segir Sigurður Bessason.