Með yfirgnæfandi meirihluta

24. 05, 2011

atkvaedagreidsla_talning_a

Samningar Flóans samþykktir

Með yfirgnæfandi meirihluta

Samningur  Flóafélaganna, Eflingar-stéttarfélags,Vlf. Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis  var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu félaganna.

Á kjörskrá voru 15.614. Atkvæði greiddu 3.034 eða um 19.4%. Já sögðu 2.603 eða 85.8% þeirra sem afstöðu tóku.  Nei sögðu  423 eða 13.9%.  Ógildir og auðir seðlar voru 8 eða  0.3.%.
 
Atkvæðagreiðslan stóð frá því kjörseðlar voru sendir út til félagsmanna þann 10. maí sl. og lauk kl. 15.00 í dag.

Niðurstaðan hefur verið tilkynnt sáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins. Þetta þýðir að kjarasamningur Flóafélaganna og Samtaka atvinnulífsins á almennum markaði er kominn í gildi þar sem SA hefur þegar samþykkt samninginn af sinni hálfu.