Nýr kjarasamningur Eflingar við Reykavíkurborg
Laust upp úr miðnætti í gær, 26. maí var skrifað undir nýjan kjarasamning Eflingar við Reykjavíkurborg.
Nýr kjarasamningur inniber í flestum meginatriðum það sama og samið var um á almenna markaðnum.
Ný launatafla mun taka að lágmarki eftirtöldum krónutöluhækkunum:
1. júní 2011 kr. 12.000
1. febrúar 2012 kr. 11.000
1. febrúar 2013 kr. 11.000
Auk þess mun launataflan taka að lágmarki eftirtöldum prósentuhækkunum:
1. júní 2011 4,25%
1. febrúar 2012 3,50%
1. febrúar 2013 3,25%
Launataxtar á samningstímabilinu hækka á bilinu 11,4% til 20,7% en samningurinn gildir til 31. mars 2014. 50.000 króna eingreiðsla kemur til útborgunar 1. júlí nk. og önnur eingreiðsla að upphæð 25.000 krónur 1. febrúar 2012.
Lágmarkstekjutrygging í dagvinnu hækkar einnig:
1. júní 2011 kr. 182.000
1. febrúar 2012 kr. 193.000
1. febrúar 2013 kr. 204.000
Kjarasamninginn má lesa í heild sinni hér.
Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send í póst eftir helgi, en niðurstaða mun liggja fyrir 15. júní nk.