Select Page

Efling stéttarfélag vísar kjaradeilu við Samninganefnd Sveitarfélaganna til ríkissáttasemjara

Viðræðunefnd Eflingar, Hlífar og VFSK tók þá ákvörðun í gær, þann 6. júní að vísa kjaradeilunni við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara og freista þess í framhaldinu að ná fram ásættanlegri niðurstöðu.
 
Tillögur þær sem SNS hefur lagt fram eru í algjörri andstöðu við þá launastefnu sem mörkuð hefur verið á vinnumarkaðnum á liðnum vetri. Samningar hafa nú verið lausir í sex mánuði, en  um þrjár vikur eru síðan SNS lagði fram tilboð sitt.
 
Frá upphafi hafa samningsaðilar, Flóabandalagið og SGS sagt að aðferðafræði SNS gengi ekki upp og vísað í þá samninga sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert við sambærilega hópa.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere