Efling stéttarfélag vísar kjaradeilu við Samninganefnd Sveitarfélaganna til ríkissáttasemjara
Viðræðunefnd Eflingar, Hlífar og VFSK tók þá ákvörðun í gær, þann 6. júní að vísa kjaradeilunni við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara og freista þess í framhaldinu að ná fram ásættanlegri niðurstöðu.
Tillögur þær sem SNS hefur lagt fram eru í algjörri andstöðu við þá launastefnu sem mörkuð hefur verið á vinnumarkaðnum á liðnum vetri. Samningar hafa nú verið lausir í sex mánuði, en um þrjár vikur eru síðan SNS lagði fram tilboð sitt.
Frá upphafi hafa samningsaðilar, Flóabandalagið og SGS sagt að aðferðafræði SNS gengi ekki upp og vísað í þá samninga sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert við sambærilega hópa.