Hækkun á kauptryggingu og kaupliðum hjá sjómönnum
Samkomulag hefur náðst á milli LÍÚ og samtaka sjómanna um að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um sömu prósentuhækkun og samið var um á almenna vinnumarkaðnum.
Kjarasamningar sjómanna á fiskiskipum hafa verið lausir frá 1. janúar 2011 en þrátt fyrir samningsleysið náðist samkomulag á milli LÍÚ og samtaka sjómanna um hækkun kauptryggingar og annarra launaliða frá 1. febrúar næstkomandi, þegar ljóst varð að samningum á almenna vinnumarkaðnum yrði ekki sagt upp.
Kauptrygging og aðrir kaupliðir hjá sjómönnum hækka því um 3,5% frá og með 1. febrúar næstkomandi þrátt fyrir að samningar séu enn lausir.