Nú lærum við á tryggingarnar!

27. 01, 2012

fundur_leik2

Nýtt námskeið hjá Eflingu

Nú lærum við á tryggingarnar!

Námskeið sem borgar sig

Stutt, hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir ýmislegt sem tengist tryggingarmálum.  Námskeiðið er tvisvar sinnum tveir tímar.  Fyrra kvöldið er 31. janúar kl. 19.30-21.30 og seinna kvöldið er þann 28. febrúar á sama tíma.  Námskeiðið er haldið í húsnæði Eflingar stéttarfélags, Sætúni 1, 4. hæð.

Fyrra kvöldið er farið yfir ýmislegt sem tengist tryggingamálum og þátttakendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta aflað sér tilboða í tryggingar sínar hjá hinum ýmsu tryggingafélögum ásamt því að gera tilboðsbeiðni til að senda á Tryggingafélögin.  Seinna kvöldið verður síðan farið yfir tilboðin sem hafa borist og verð og innihald borið saman þannig að hægt sé að nýta sér hagstæðasta tilboðið.

Mörgum er ljóst að á hverju ári hækka tryggingafélögin iðgjöld sín og taka þannig oft hljóðlega burtu ávinninginn sem viðskiptamaðurinn hafði af lækkun síðasta iðgjaldaárs þegar hann taldi sig vera kominn með sanngjarnt verð á tryggingunum sínum, segir Smári Ríkharðsson, sérfræðingur í tryggingum. Nú bregðumst við einmitt við þessu. Smári heldur nú námskeið fyrir félagsmenn Eflingar þar sem hann kennir fólki grundvallaratriði um tryggingar og leiðbeinir um leið fólki við að leita tilboða í tryggingar sínar.

Skráning fer fram á skrifstofu Eflingar stéttarfélags í síma 510-7500.