Select Page

orlofsbladidauglysing

Umsóknarfrestur til og með 19. mars

Nýir spennandi orlofsstaðir í boði

– segir Sveinn Ingvason

Viðtökur við þeim nýjungum sem við höfum boðið upp á undanfarin ár hafa verið einstaklega góðar, segir Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofsmála hjá félaginu. Ákvörðun var tekin í stjórn orlofssjóðs að halda okkur við nokkra af þeim stöðum og bæta við okkur nýjum. Við ætlum t.d. að halda okkur við Gufuskála á Snæfellsnesi, Súðavík, þar sem nú verður boðið uppá nýlegt einbýlishús inni í bænum, Hóla í Hjaltadal, Stöðvarfjörð, Stykkishólm og Vestmannaeyjar. Þær nýjungar sem koma inn í sumar er sumarhús á Arnarstapa á Snæfellsnesi, raðhús á Blönduósi, lítið notalegt einbýlishús í Hrísey og sumarhús á Flúðum.

Við gerum ráð fyrir mikilli eftirspurn eftir húsum og orlofsíbúðum og miðum þar við reynsluna frá síðasta sumri og þessum vetri.

Einnig bjóðum við áfram upp á Veiðikort og Útilegukort og síðan eru það hinar sívinsælu sumarferðir.

Umsóknarfrestur til að sækja um orlofsbústaði sumarið 2012 er til og með mánudeginum 19. mars

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere