Nýr kjarasamningur fyrir smábáta

smabataeigandilitil2
Nýr kjarasamningur fyrir smábáta undirritaður

Atkvæðagreiðsla stendur til 5. október 2012

Þann 29. ágúst síðast liðinn var loks skrifað undir kjarasamning milli samtaka sjómanna og Landssambands smábátaeigenda.  Viðræður milli samningsaðila höfðu staðið yfir í nokkuð langan tíma en Landssamband smábátaeigenda felldu kjarasamning sem síðast var skrifað undir í lok ársins 2007. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sjómannasambands Íslands.

Sú ákvörðun var tekin við undirritun að atkvæði um samninginn verða talin sameiginlega fyrir aðildarfélög SSÍ sem standa að samningnum. Félagsmenn Eflingar sem eru aðilar að samningnum geta komið á skrifstofur félagsins í Reykjavík og eins í Hveragerði og greitt atkvæði fyrir 5. október næst komandi.  Þann dag verða atkvæði talin í húsi ríkissáttasemjara fyrir hádegi.