Gallup 2012

gallup_2012

Viðhorfskönnun Gallup

Hvetjum félagsmenn til að taka þátt

Capacent Gallup mun á næstunni hafa samband við félagsmenn Eflingar, Hlífar og VSFK en Capacent hefur unnið þessar viðhorfskannanir fyrir félögin á liðnum árum og verður svo einnig á þessu hausti. Í könnununum hafa komið fram mikilvæg atriði sem hafa verið gagnleg í uppbyggingu starfsemi félaganna og við kjarasamningagerð. Þetta á meðal annars við um breytingar á tekjum, afkomu þeirra sem lent hafa í atvinnuleysi og fjárhagsstöðu heimilanna. Það er því afar brýnt að ná til sem flestra af 3000 manna úrtaki félagsmanna sem fá erindi um að taka þátt í þessu verkefni. Það er líka spennandi að lenda í happdrættispotti sem allir fara sjálfkrafa í sem taka þátt í könnuninni.

Á næstu dögum mun Capacent Gallup hafa samband við félagsmenn og vilja félögin eindregið hvetja alla til þess að taka þátt en því hærra hlutfall sem Gallup nær í könnunum, því marktækari verða þær og betra veganesti að vinna úr.

Úrtakið er tilviljanakennt og nær til 3000 félagsmanna á öllum kjaramálasviðum og er hægt að svara bæði í síma og einnig á netinu. Það nær einnig til þeirra sem eru án atvinnu til að hægt sé að skoða ýmsa þætti í kjörum þeirra.

Það verður efnt til veglegs happadrættis í tengslum við könnunina og þar verða í boði tveir peningavinningar, annar upp á 100 þúsund krónur og hinn upp á 50 þúsund krónur auk fimm vinninga með vikudvöl í orlofshúsum félaganna.

Þá er bara að skella sér í gírinn og ákveða að taka vel á móti Gallup með því að gefa sér þann tíma sem þarf til að svara ef þú lendir í úrtakinu.