Samningur við NPA miðstöð

18. 09, 2012

npamidstodsamningur2

Nýr sérkjarasamningur undirritaður við NPA miðstöð

Stórt skref í að móta samninga á þessu sviði

Þann 17. september 2012 undirrituðu Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur nýjan sérkjarasamning við NPA miðstöð. Með þessum samningi er stigið stórt skref í að móta samningsumgjörð fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa við umönnun eða eru aðstoðarmenn fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Fram til þessa hefur einungis verið til samningur um slík störf sem taka mið af kjarasamningum við ríki eða sveitarfélög.
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá samningsaðila við undirritunina. Frá vinstri Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, Embla Ágústsdóttir formaður stjórnar NPA miðstöðvar, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Harpa Ólafsdóttir sviðsstjóri kjaramálasviðs Eflingar og Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúi VSFK.
Fremst á myndinni er Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastýra NPA miðstöðvar.