Kjarasamningur smábáta samþykktur

smabataeigandilitil2

Kjarasamningur fyrir smábáta samþykktur

Fyrsti samningurinn sem náðst hefur fyrir smábátaflotann á landsvísu

Nýr kjarasamningur fyrir smábátasjómenn var samþykktur af hálfu þeirra smábátasjómanna sem greiddu atkvæði þannig að 64,3% sögðu já en 35,7% sögðu nei. 74% smábátaeigenda greiddu atkvæði með samningum. 

Frá því að verkalýðsfélagið Boðinn sameinaðist Eflingu – stéttarfélagi árið 2009 hafa smábátasjómenn heyrt undir samningssvið félagsins. Eins og áður hefur komið fram höfðu viðræður milli samningsaðila staðið yfir í nokkuð langan tíma en Landssamband smábátaeigenda felldu kjarasamning sem síðast var skrifað undir í lok ársins 2007.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sjómannasambands Íslands.