Námskeiðið þjónusta við ferðamenn

18. 10, 2012

turistar_vid_reykjavikurtjorn

Námskeið hjá Mími Símenntun

Þjónusta við ferðamenn

Þjónusta við ferðamenn er 160 stunda námskeið fyrir þá sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að þróa sig áfram og skoða ólíka möguleika á störfum í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Mikil áhersla er lögð á undirbúning fyrir raunverulegar aðstæður í ferðaþjónustu á Íslandi.

Námskeiðið hefst 25. október. Kennt er alla virka daga kl. 12:30-16:10. Verð 29.000 kr. 

Eflingarfélagar geta sótt um styrk úr fræðslusjóði vegna námskeiðsins.

Mímir símenntun vill um leið vekja athygli á því að enn eru laus sæti í eftirfarandi námskeið:

Íslenska á stigum 3, 4 og 5, laus sæti
mánudaga til fimmtudaga 29. okt. – 29. nóv. kl. 9:10-11:20, 60 kst. námskeið

Íslenska 1 og 2, laus sæti
mánud. til fimmtudaga 19. nóv. – 12. des. kl. 17:55-20:55, 60 kst. námskeið

Íslenska, talþjálfun, laus sæti
mánudaga og miðvikudaga, 5. nóv. – 5. des. 30 kst. námskeið
Kennt á Öldugötu 23, 101 R

mimirnytt

Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Mími s. 580 1800