Desemberuppbót atvinnuleitenda 2012
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 16.nóv. 2012 að greiða þeim sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember – 3. desember 2012 desemberuppbót. Ekki er greidd desemberuppbót til þeirra sem voru á skrá fyrr á árinu og eru hættir að skrá sig. Full desemberuppbót er 50.152 kr. Greiðslur verða í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á þessu ári. Hjá þeim sem eiga hlutfallslegan rétt verður greiðslan ekki lægri en 12.538 kr.
Ekki er ákveðið hvenær verður greitt út en árið 2011 var það 7. desember.