Select Page

img_2836_edited-1

Það eru ekki hlutirnir sem raska ró manna heldur skoðun þeirra á þeim
                                                                                                              Epiktetus

Fundir fyrir atvinnuleitendur

Hugræn atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan

Í dag mánudag var fyrsti fyrirlesturinn af þremur sem Efling stéttarfélag býður félagsmönnum í atvinnuleit. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarmiðstöðinni var með erindið Hugræn atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan. Góð þátttaka var á fundinum og almenn ánægja með hann.

Næstu fundir verða eftirfarandi:
Þriðjudaginn 11. desember kl. 10.30 –  Öryggi í samskiptum: Hvernig efli ég styrkleika mína
Fimmtudaginn 13. desember kl. 10.30 – Virkni í atvinnuleit: Algengar hindranir og mögulegar lausnir.

Fundirnir verða hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætún 1, 105 Reykjavík, 4 hæð.  

Athugið að mikilvægt er að skrá sig á hvern fyrirlestur í síma 510 7500 eða senda tölvupóst á fjola@efling.is eða elink@efling.isí síðasta lagi á hádegi deginum áður.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere