„Það eru ekki hlutirnir sem raska ró manna heldur skoðun þeirra á þeim“
Epiktetus
Fundir fyrir atvinnuleitendur
Hugræn atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan
Í dag mánudag var fyrsti fyrirlesturinn af þremur sem Efling stéttarfélag býður félagsmönnum í atvinnuleit. Helena Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarmiðstöðinni var með erindið Hugræn atferlismeðferð: Breytt hugarfar, bætt líðan. Góð þátttaka var á fundinum og almenn ánægja með hann.
Næstu fundir verða eftirfarandi:
Þriðjudaginn 11. desember kl. 10.30 – Öryggi í samskiptum: Hvernig efli ég styrkleika mína
Fimmtudaginn 13. desember kl. 10.30 – Virkni í atvinnuleit: Algengar hindranir og mögulegar lausnir.
Fundirnir verða hjá Eflingu stéttarfélagi, Sætún 1, 105 Reykjavík, 4 hæð.
Athugið að mikilvægt er að skrá sig á hvern fyrirlestur í síma 510 7500 eða senda tölvupóst á fjola@efling.is eða elink@efling.isí síðasta lagi á hádegi deginum áður.