Íslenska hjá mími

mimirnamskeid

Íslenska fyrir útlendinga hjá Mími-símenntun

Fyrstu námskeið hefjast 14. janúar

Að vanda býður Mímir-símenntun upp á íslensku fyrir útlendinga á 6 stigum.  Unnið er eftir námskrá Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Grunnnám í íslensku fyrir útlendinga. Fyrsta námskeiðið er ætlað byrjendum en síðan stigþyngjast þau. Oft eru einstaklingar ekki öruggir varðandi kunnáttu sína í íslensku og stendur þeim til boða stöðumat til þess að staðsetja sig á viðeigandi stigi í íslensku.  Boðið er bæði upp á 10 vikna kvöldnámskeið og morgunnámskeið sem er  5 vikna hraðnámskeið. Efling greiðir hluta af námskeiðsgjaldi fyrir félagsmenn sína samkvæmt úthlutunarreglum fræðslusjóða félagsins. Innritun og nánari upplýsingar er að finna á www.mimir.is eða í síma 580 1800.