Flóinn samþykkir framlengingu kjarasamninga

17. 01, 2013

samninganefnd

Flóinn samþykkir framlengingu kjarasamninga

Leggjum áherslu á að koma böndum á verðbólgu

-segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndar

Fjölmennur fundur samninganefndar Flóafélaganna, Hlífar, Eflingar og VSFK samþykkti í gærkvöldi fyrir sitt leyti samkomulag um framlenginu kjarasamninga á vettvangi ASÍ og SA. Framlengingin þýðir að samningstíminn styttist um tvo mánuði og aukið framlag kemur til fræðslu félagsmanna sem nemur um 330 milljónum á ári á vettvangi ASÍ. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og formaður samninganefndar sagði að þessu tilefni að mestu skipti nú að koma böndum á verðbólguna þannig að launafólk njóti launahækkana í formi aukins kaupmáttar.

Samninganefndir félaganna innan ASÍ eru nú að taka ákvarðanir varðandi framlenginguna og benda mestar líkur til að forsendunefndin nái saman um framlengingu þann 21. janúar nk. en það þýðir að samningsbundnar launahækkanir,  sem fela meðal annars í sér 11.000 króna hækkun á grunntaxta og 3,25% almenna hækkun, koma til framkvæmda og samningurinn framlengist til  30. nóvembe nk. í stað 31. janúar 2014.

Yfirlýsing ASÍ og samtaka atvinnulífsins vegna endurskoðunar og framlengingar kjarasamninga í janúar 2013

Samkomulag ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga í janúar 2013