Select Page

Námskeið fyrir atvinnuleitendur

Atvinnuleysi og fjölskyldan

Efling stéttarfélag býður félagsmönnum sínum í atvinnuleit upp á námskeiðið Atvinnuleysi og fjölskyldan miðvikudaginn 17. apríl kl. 13-15 í Sætúni 1 – 4 hæð, 105 Reykjavík. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið fjallar sérstaklega um áhrif atvinnuleysis fjölskyldumeðlima á fjölskyldulífið og parasambönd og er í samvinnu við Lifandi ráðgjöf.

Fjallað verður meðal annars um:
 Áhrif atvinnuleysis á sjálfsmynd og sjálfstraust
 Ríkjandi tilfinningar í kjölfar atvinnuleysis svo sem óöryggi, kvíði, sorg, reiði og félagsleg einangrun
 Áhrif atvinnuleysis á parasamband og foreldrahlutverkið
 Fjallað verður um hvernig samskipti og hlutverkaskipti  innan  fjölskyldunnar getur breyst í kjölfar atvinnuleysis Hvað er til ráða? Hverjar eru lausnirnar? Hvernig er hægt að breyta umtalaðri reynslu í ávinning og bættra lífsgæða fyrir alla aðila?

Skráning er í gangi hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfang fjola@efling.is  Skráningarfrestur er til og með 14. apríl nk.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere