Miklar hækkanir í sjúkrasjóði
Á aðalfundi 2013 þann 30. apríl s.l. voru samþykktar umfangsmiklar breytingar í Sjúkrasjði Eflingar sem fela m.a. í sér hækkanir bæði á hámarksupphæðum dag-peninga og dánarbótum, auk þess sem fjárhæðir styrkja verða hækkaðar. Ástæða þess að hægt er að leggja til slíkar hækkanir má að mestu þakka góðri stjórn og jákvæðnum rekstri sjóðsins síðustu ár. Hámarksgreiðslur dagpeninga hækka um allt að 14%.
Hámarksgreiðslur hækka mikið
Hámarksgreiðslur dagpeninga taka miklum breytingum. Hámarksgreiðsla til þeirra sem greitt hafa í félagið í 4 ár eða lengur hækkar úr kr. 402.000,- í 440.250.- miðað við launavísitölu 01.07.2012. Breytingin felst einnig í því að áður var miðað við fimm ára greiðslusögu. Hámarksgreiðsla dagpeninga þeirra sem greitt hafa skemur en fjögur ár, sem áður var fimm ár, í félagið hækkar einnig úr kr. 322.000.- í kr. 366.875 á mánuði miðað við launavísitölu 01.07.12 eða um 14%. Hámarksgreiðslur dagpeninga munu hækka miðað við launavísitölu 1. júlí ár hvert. Eins og áður miðast hámarksgreiðsla við samanlagðar greiðslur Sjúkrasjóðs og Sjúkratrygginga Íslands.
Upphæðir dánarbóta hækka
Upphæðir dánarbóta félagmanna sem eru í starfi við andlát hækka einnig. Þegar í stað hækkar lágmarksupphæð til félagsmanns sem er í fullu starfi við andlát og hefur greitt í félagið í a.m.k. sex síðustu mánuði í kr. 264.150.- úr kr. 180.000.- miðað við launavísitölu 01.07.2012. Á sama hátt hækkar hámarksupphæð dánarbóta til þeirra sem eru í fullu starfi við andlát og greitt hafa í félagið í fjögur ár samfellt úr kr. 300.000.- í kr. 330.200.- miðað við launavísitölu 01.07.12. Viðmiðunartímabil styttist einnig í þessu tilfelli en það var áður 5 ár. Upphæðir þessar munu taka breytingum miðað við launavísitölu 01. júlí ár hvert. Auk þessa breytist regla sem gerði ráð fyrir 10.000kr skerðingu á mánuði fyrir hvern þann mánuð sem liðið hefur frá starfslokum þannig að hún byrjar ekki að telja fyrr en eftir 6 mánuði, því er engin skerðing ef styttra er en 6 mánuðir frá starfslokum að andláti.
Styrkir hækka
Stjórn sjúkrasjóðs Eflingar hefur samþykkt hækkanir á ýmsum styrkjum sjóðsins og er í sumum tilfellum um 100% hækkun að ræða. Byrjað var að hækka endurgreiðslu grunnskoðunar hjá Krabbameinsfélaginu úr 3.700 í kr. 4.000 eða 6.000 eftir því sem við á, frá 1. janúar 2013 og er skoðunin því ennþá endurgreidd að fullu. Eftirfarandi hækkanir taka gildi 1. maí 2013:
Heilsuefling/líkamsrækt Fer úr kr. 14.000 í kr. 17.000
Endurhæfing/sjúkraþjálfun Fer úr 1.750.- pr. skipti í kr. 2.000
Dvöl á Heilsustofnun NLFÍ Fer úr kr. 1.750 í kr. 2.000 pr. dag.
Gleraugnastyrkur: Fer úr kr. 15.000 í kr. 17.000.
Hjarta/Þolpróf/áhættmat: Fer úr kr. 8.200 í kr. 10.000
Glasa/tæknifrjóvgun I: Fer úr kr. 50.000 í kr. 100.000 í fyrsta skipti.
Viðtalsmeðferð: Fer úr kr. 3.500 í kr. 6.000
Heyrnatæki: Fer úr kr. 50.000 í kr. 100.000
Laser/Lasik augaðgerð: Fer úr kr. 50.000 í kr. 100.000.
SÁÁ viðtöl/hópmeðferð: Fer úr kr. 1.000 í kr. 1.500.
Ættleiðingar: Fer úr kr. 100.000 í kr. 200.000
Krabbmeinskoðun framhald: Fer úr kr. 8.200 í kr. 10.000
Að auki verði opnað fyrir ristilskimun/speglun.