Select Page

markthjalfun

Örfá sæti laus á námskeið í markþjálfun

Breyttu lífi þínu með markþjálfun

– segir Arnór Már Másson, ACC markþjálfi

Örfá sæti eru enn laus á námskeiðið Markjþálfun sem hefst 28. október n.k. Síðasta námskeið fékk glimrandi dóma hjá félagsmönnum og hvetjum við félagsmenn til að skrá sig sem fyrst. Meðfylgjandi er grein um markþjálfun sem birtist í síðasta tölublaði Eflingar:

Ef þú vilt vinna persónulegt afrek, ná betri stjórn á lífi þínu, setja þér markmið og ná þeim eða þjálfa ákveðni og samskiptahæfni, bæta skipulag eða auka skapandi hugsun er markþjálfun fyrir þig, segir Arnór Már Másson hjá AM Markþjálfun slf. Hann er einn af  reyndustu markþjálfum landsins og leiðbeinandi í markþjálfunarnámi hjá Evolvia ehf. Í haust gefst félagsmönnum Eflingar tækifæri á að sækja námskeið í markþjálfun undir handleiðslu Arnórs. 

Á námskeiðinu fá félagsmenn tækifæri til að læra um styrkleika sína, langanir og markmið og skoða eigin lausnir og leiðir til að ná þeim. Markþjálfun aðstoðar fólk að komast að því hvaða verðmæti leynast í raun og veru innra með þeim og miðar að því að losa um innbyggða möguleika einstaklinga og hóps.

Ekki bara hvatning
Arnór segir mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að líta á markþjálfun sem bara hvatningu, hún sé bara ein af mörgum samverkandi þáttum. Það verða að vera áskoranir á móti. Það skiptir máli að fólk fái hvatningu  til að fylgja eftir draumum sínum og láta þá rætast. Við vinnum ekki með draumóra heldur hvernig við getum látið draumana rætast í raunveruleikanum.

Er munur á markþjálfun og ráðgjöf?
Markþjálfun snýst ekki um að gefa ráð heldur að nota aðferðina til að hjálpa fólki að ná fókus og uppgötva eitthvað nýtt hjá sjálfum sér, koma sér á óvart. Ef það er eitthvað sem þú færð mig ekki til gera í markþjálfun þá er að að gefa ráð, segir Arnór.

Við trúum því að fólk þekki sjálft sig best og og reynum að hjálpa fólki að finna úr leiðunum sjálft. Hann segir það afskaplega fallegt og gefandi að verða vitni að því þegar fólk uppgötvar eitthvað nýtt um sjálfan sig. Þessi aha augnablik er það sem við sækjumst eftir. Hlutlægt mat er einnig mikilvægt, þannig að árangurinn fari ekki á milli mála.

Of mikil áhersla á menntun og sýnilegan árangur
Það besta við starfið er þegar fólk kemur sjálfum sér á óvart, segir Arnór. Hann telur of mikla áherslu lagða á menntun og árangur sem er sýnilegur. Sumir haldi að þeir séu lægra settir en aðrir af því að þeir fóru ekki í framhaldsnám. Nám er nauðsynlegt og gagnlegt en það getur verið varasamt ef áherslan er öll lögð á að byggja upp þekkingu en ekki á færnisþjálfun. Hann nefnir sem dæmi hvernig krakkar læra að hjóla. Það lærir enginn að hjóla með því að lesa leiðbeiningarnar. Það verður einnig að huga að félagsfærni og það má gera með því að þjálfa samskiptafærni sem felst í að auka læsi í tilfinningar og tungumálið í samskiptum. Þetta snýst um það að einstaklingur eða hópur eflist í því sem upp á vantar og það getur haft  í för með sér m.a. betri líðan á vinnustaðnum eða meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, segir hann.

Samvinna á jafningjagrundvelli
Það er dásamlegt þegar fólk uppgötvar að við erum öll jafningjar, segir Arnór. Hann segist ekki vorkenna neinum en sýni hluttekningu. Það gerist ekkert í markþjálfun nema viðkomandi komi með viðfangsefnið. Ég held utan um það með virkri hlustun, kraftmiklum spurningum og nærveru, segir hann. Þetta byggist á samvinnu og er áhrifarík aðferð en virkar aðeins ef viðkomandi framkvæmir og vinnur að þeim breytingum sem ákveðnar voru í upphafi.

Áhugi Arnórs á markþjálfun kviknaði þegar hann sótti sjálfur tíma hjá markþjálfa. Ég ákvað þá að ég vildi verða markþjálfi. Áður starfaði hann sem dagskrárstjóri Samhjálpar og var ritstjóri Samhjálparblaðsins. Í starfi sínu hjá Samhjálp tók hann einnig þátt í að stofna heimili fyrir heimilislausa og var í stjórn ADHD samtakanna í um þrjú ár þar af eitt ár sem varaformaður en sjálfur er hann með athyglisbrest án ofvirkni. Það lætur hann ekki stoppa sig því auk þess að vera markþjálfi með alþjóðlega ACC-vottun frá ICF og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, HÍ og NMÍ stundar hann nú sálfræðinám í Háskóla Íslands. Arnór er á meðal höfunda sem gaf út bókina Markþjálfun, vilji, vit og vissa en bókin fjallar um og skilgreinir hvað markþjálfun er. Hann heldur einnig úti vefslóðinni www.markthjalfi.is

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere