Mynd: Arnór Már Másson, ACC markþjálfi
Ánægja með námskeiðið Markþjálfun
Frábær hugmynd
Gríðarleg ánægja var hjá félagsmönnum Eflingar með námskeiðið Markþjálfun sem haldið var 7.-16. október, í húsnæði Eflingar. Arnór Már Másson ACC markþjálfi hjálpaði félagsmönnum að skoða og skynja það besta í þeim, þjálfa færni til að virkja það og beina í farsælan farveg. Í lok námskeiðs voru þátttakendur beðnir um að meta námskeiðið og óhætt er að segja að það hafi fengið toppeinkunn.
Allir voru mjög ánægðir með námskeiðið, töldu það gagnlegt og leiðbeinandann, Arnór Má, góðan í að miðla efninu. Einn gekk svo langt að mæla fyrir um að fólk yrði drifið á námskeið með Arnóri á meðan annar sagði að námskeiðið hefði verið frábær hugmynd.
Örfá laus pláss eru á næsta námskeið sem byrjar 28. okt. og fer skráning fram í s.510-7500. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Nú er bara að skrá sig!