Sáttatillaga ríkissáttasemjara samþykkt

samningur_samthykktur

Sáttatillaga ríkissáttasemjara samþykkt

Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um sáttatillögu ríkissáttasemjara um kjarasamning þessara aðila við SA á almennum markaði sem undirrituð var þann 20. febrúar sl. Sáttatillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða um 80.5% atkvæða.  Þetta þýðir að kjarasamningur er kominn á milli aðila og er afturvirkur frá 1. febrúar sl.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Já  sögðu  2.149 eða  80.5%
Nei  sögðu  494    eða   18.5%

Auðir seðlar og ógildir voru 25

Samkvæmt þessum tölum er sáttatillagan samþykkt. Á kjörskrá voru alls 20.153 félagsmenn. Atkvæði greiddu 2.668 félagsmenn eða 13.23%.

Þetta þýðir að kjarasamningurinn á almennum markaði hefur tekið gildi hjá þessum stéttarfélögum því sáttatillagan var afturvirk til 1. febrúar sl.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðum félaganna um innihald tillögunnar.