Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Reykjavíkurborgar
Þessa dagana standa yfir kjörfundir og kynningarfundir um nýjan kjarasamning Eflingar og Reykjavíkurborgar. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og kynna sér vel efni samninganna sem finna má á heimasíðunni en einnig hefur efnið verið sent til starfsmanna borgarinnar sem eru í Eflingu.
Sjá kjörstaði og fundi:
Kjörstaðir verða opnir á eftirtöldum stöðum:
Fimmtudagur 13. mars milli 09:00 og 12:00
Leikskólanum Lyngheimar Grafarvogur fyrir þá sem vinna í Grafarvogi og Grafarholti
Leikskólanum Holt Breiðholti fyrir þá sem vinna í Breiðholti og í Árbæjarhverfi
Kjörfundur verður á sama tíma á skrifstofu Eflingar Sætúni 1
Þá verður opinn kjörfundur á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 eftirtalda daga:
Mánudaginn 17.mars og þriðjudaginn 18. mars verður kjörfundur opinn frá kl. 8:15 til 16:00
og miðvikudaginn 19. verður kjörfundur opinn frá kl. 8:15 til kl. 12:00.
Kynningarfundur á nýgerðum kjarasamningi verður mánudaginn 17. mars kl 14:00 á skrifstofu Eflingar Sætúni 1, 4. hæð.
Þá verður kynningarfundur mánudaginn 17. mars kl. 17:00 á Grand Hó
Frekari upplýsingar um samninginn má nálgast hér.