1. maí í Reykjavík dagskrá

30. 04, 2014

1

Dagskrá 1. maí 2014.

Kl. 13.00 Safnast saman við Hlemm
Kl. 13.30 Kröfugangan leggur af stað niður Laugaveg

Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur spila í göngunni
Örræður á leið göngumanna niður Laugaveginn

Börn fá íslenska fánann

Kl. 14.10 Útifundur á Ingólfstorgi hefst
 
1. Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð
2. Tónlist: Kvennakórinn Vox feminae
3. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB flytur ávarp
4. Tónlist: KK og Ellen
5. Ingólfur Björgvin Jónsson, Eflingu stéttarfélagi flytur ávarp
6. Tónlist: Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar
7. Kórar og fundarmenn syngja Maístjörnuna
8. Kórar, lúðrasveitir og fundarmenn flytja og syngja „Internationallinn“

Ávörp eru táknmálstúlkuð

Kolbrún Völkudóttir syngur með í tónlistaratriðum á táknmáli

Fundarslit um kl. 15.00

Minnum á baráttukaffi stéttarfélaganna eftir að útifundi lýkur

Efling býður í kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda – Vodafone höllinni.

Fyrir þá sem ekki eru vissir um hvar Valsheimilið er skal tekið fram að ekið er í áttina að Hótel Loftleiðum og beygt til hægri eftir vegaskilti sem sýnir Valsheimilið.