Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur
Atkvæði voru í dag talin í atkvæðagreiðslu Eflingar um kjarasamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 7. mars sl. Um er að ræða aðfarasamning sem er hliðstæður þeim sem gerður var á almenna markaðnum og gildir hann frá 1. febrúar 2014 til 30. apríl 2015.Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:Já sögðu 242 eða 57,4 %Nei sögðu 178 eða 42,2 %Auðir seðlar og ógildir voru 2Samkvæmt þessum tölum er kjarasamningur Eflingar við Reykjavíkurborg samþykktur. Á kjörskrá voru alls 1880 félagsmenn. Atkvæði greiddu 422 félagsmenn eða 22,3 %.Nánari upplýsingar um samninginn má finna á heimasíðu Eflingar.