Nýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilin

16. 05, 2014

sfh_undirskrift

Kjörfundir og kynningar á vinnustöðum

Nýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilin

Þessa dagana stendur yfir kynning og atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.  Kynningarbæklingur um innihald samningsins hefur verið sendur til allra félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK sem starfa hjá þeim hjúkrunarheimilum og stofnunum sem eru innan Samtakanna. 

Eftir langt samningsþóf við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var skrifað undir samning þann 8. maí sl. við hjúkrunarheimilin á sambærilegum nótum og við ríkið.  Talsverður tími fór hins vegar í viðræður milli Samtakanna við ríkið varðandi fjármögnun samningsins.  Nú liggur fyrir niðurstaða varðandi þann þátt og fer því samningurinn í kynningu og atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.  Farið verður á stærstu vinnustaðina og innihald samningsins kynnt þar en samhliða því fer fram atkvæðagreiðsla með kjörfundarfyrirkomulagi.
Fyrirkomulag og tímasetningar kynningarfundanna hjá Eflingu er sem hér segir:

Kynningarfundir

Þá hefur kynningarbæklingur verið sendur á alla félagsmenn sem starfa hjá þeim hjúkrunarheimilum og stofnunum sem eru innan Samtaka fyrirækja í velferðarþjónustu.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir mánudaginn 26. maí kl. 16.00.