Nýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

26. 05, 2014

atkvaedagreidsla_a 

Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða

Nýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Talningu í atkvæðagreiðslu Eflingar, Hlífar og VSFK um kjarasamning við hjúkrunarheimili og önnur fyrirtæki innan SFV er lokið og var hann samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða tæplega 88%. Um er að ræða aðfarasamning sem er hliðstæður þeim sem gerður var á almenna markaðnum og gildir hann frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Auk þess var samhliða gengið frá nýjum stofnanasamningi aðila.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Já  sögðu 351 eða  87,5 %
Nei  sögðu  47 eða 11,7 %
Auðir seðlar og ógildir voru 3

Samkvæmt þessum tölum gildir nú nýr kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Á kjörskrá voru alls 1674 félagsmenn. Atkvæði greiddu 401 félagsmenn eða 24 %.

Nánari upplýsingar um samninginn má finna í kynningarbæklingi, sjá hér.