Að nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán

20. 06, 2014

peningar_heimasida5

Að nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán

Launafólki er heimilt að ráðstafa iðgjaldagreiðslum sínum í séreignarsparnað á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30 júní 2017 (samtals 3 ár) til að greiða niður húsnæðislán án þess að greiða tekjuskatt af greiðslunum. Þeir sem ekki skulda húsnæðislán geta nýtt iðgjaldagreiðslurnar í útborgun við húsnæðiskaup ef óskað er eftir því fyrir 30. júní 2019.

Einstaklingar geta ráðstafað allt að 500.000 kr. á ári (12 mánaða tímabili) í þessu skyni og hjón og þeir sem uppfylla skilyrði til samsköttunar geta samanlagt ráðstafað allt að 750.000 kr. Heimildin takmarkast við 4% af iðgjaldsstofni (launum) frá launamanni og 2% frá launagreiðanda eða samtals 6% af launum. Hjón og samskattaðir einstaklingar geta ákveðið með hvaða hætti hámarksheimildin skiptist á milli þeirra.

Frá og með 1. júlí er launafólki heimilt að greiða 4% iðgjald í séreignarsjóð á móti 2% iðgjaldi frá launagreiðanda, samtals 6% iðgjald. Hámarkið var áður 2% frá launamanni og 2% frá launagreiðanda eða samtals 4% iðgjald. Til að fullnýta heimildina þarf fólk að hafa nokkuð há laun. Ætli einstaklingur að greiða 2% launa sinna í séreignarsparnað á móti 2% frá launagreiðanda (samtals 4%) þarf viðkomandi að vera með 1.041.667 kr í mánaðarlaun en greiði viðkomandi 4% af launum sínum í séreign á móti 2% frá launagreiðanda (samtals 6%) þarf viðkomandi að vera með 694.444 kr í mánaðarlaun til að fullnýta heimildina. Hjá hjónum og samsköttuðum einstaklingum þurfa samanlögð mánaðarlaun að vera 1.562.500 kr. ef samanlagðar iðgjaldagreiðslur beggja eru 4% en 1.041.667 ef samanlagðar iðgjaldagreiðslur eru 6%

Einstaklingar

Hjón/samskattaðir

M.v 4% iðgjald

M.v. 6% iðgjald

M.v 4% iðgjald

M.v. 6% iðgjald

Laun

1.041.667

694.444

1.562.500

1.041.667

Iðgjald í séreign á mán.

41.667

41.667

62.500

62.500

Iðgjald í séreign á ári

500.000

500.000

750.000

750.000

 Þessi tímabundna heimild til að ráðstöfunar á iðgjaldagreiðslum í séreignarsparnað er vafalítið besta ávöxtun sem fólki býðst þar sem ekki er greiddur tekjuskattur af greiðslunum. Bíði fólk með að taka út þessar fjárhæðir þar til eftir starfslok má gera ráð fyrir að 40-45% af upphæðinni fari til greiðslu tekjuskatts.

Rétt er að benda á að þeir sem eru í alvarlegum greiðsluvanda og eiga á hættu að missa húsnæði sitt þurfa að skoða sín mál sérstaklega vel þar sem séreignarsparnaður er ekki aðfararhæfur samkvæmt lögum en ef viðkomandi nýtir séreignarsparnaðinn sinn til að greiða niður húsnæðislánin sín en missir samt húsnæðið þá tapar viðkomandi upphæðinni sem annars hefði orðið eftir í séreignarsparnaðinum.

Mikilvægt er að hafa tvær dagsetningar í huga.

 Júlí 2014: Ef launamaður ætlar að auka greiðslur sínar í séreignarsjóð með því að hækka framlag sitt úr 2% í 4% á móti 2% greiðslum launagreiðanda (þ.e. auka samtals greiðslur úr 4% í 6%) skiptir miklu máli að ganga strax frá því að 6% af launum greiðist í séreignarlífeyrissparnað frá og með júlí launum. Ef einstaklingur er nú þegar með slíkan sparnað er nóg að tilkynna launagreiðanda um breytinguna. Ef ekki til staðar slíkur sparnaður er nauðsynlegt að gera samning um séreingarsparnað við lífeyrissjóð eða aðila sem heimild hefur til að halda utan um slíkan sparnað.
 

    Nauðsynlegt er að sækja fyrir 1. september 2014 um heimild til að nýta séreignarsparnaðinn til að greiða niður lán. Sótt er um á síðunni leidretting.is