Dagsferð um Snæfellsnes

arnarstapiDagsferð um Snæfellsnes

Dagsferð Eflingar að þessu sinni verður um Snæfellsnes.Ferðadagsetningar eru 30. ágúst og 6. septemberLagt verður af stað stundvíslega kl. 8:15 frá húsnæði Eflingar, Sætúni 1.Keyrt er sem leið liggur að Arnarstapa. Þar geta ferðalangar farið í göngu að Hellnum eða farið þangað akandi.  Margt stórfenglegt er þar að skoða og sjá t.d. klettamyndanir við ströndina og einnig er hægt að kanna lækningalindina við Hellna. Ferðadagskrá mun þó ráðast af veðri en hugmyndir eru uppi um að stoppa hjá Rauðfeldargjá, Lóndröngum, Beruvík og Svörtuloftum.Þema dagsferðanna er eins og ávallt að njóta útsýnis og stórbrotins landslags og enda í dásamlegu kaffihlaðborði.Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsins, skjólgóðan fatnað og góða skó.Ferðinni lýkur að sjálfsögðu með glæsilegu kaffihlaðborði, milli kl. 17:00 -18:00, að þessu sinni á Icelandair hótel Hamar sem er nýlegt og glæsilegt hótel á Vesturlandi. Hótelið er á rólegum stað við golfvöllinn Hamar í þjóðleið rétt utan við Borgarnes.Áætluð heimkoma er milli kl. 20:00-21:00. Lagt verður stundvíslega af stað frá Eflingu Sætúni 1 kl. 8.15  Mæting kl. 8:00.Verð kr.  5.000.-