Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning á milli Eflingar, Hlífar og VSFK og Sambands íslenskra sveitarfélaga en skrifað var undir samninginn 2. júlí síðast liðinn. Kjörseðlar hafa verið sendir til félagsmanna Eflingar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg ásamt kynningarbæklingi um efni samningsins. Niðurstöður eiga að liggja fyrir þann 28. júlí næst komandi. Efling stéttarfélag hvetur viðkomandi félagsmenn til að kynna sér efni samningsins vel og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Kynningarfundur á nýgerðum kjarasamningi verður fimmtudaginn 17. júlí kl. 15:00 á skrifstofu Eflingar Sætúni 1, 3. hæð.