Select Page

Grunnmenntaskólinn

Ert þú með stutta skólagöngu að baki? Viltu byrja aftur í skóla?

Þá er Grunnmenntaskólinn nám fyrir þig. Tilvalinn grunnur að meira námi. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustundir fyrir fólk 20 ára og eldri. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.
Næstu hópar:  18. mars 2013 og stendur í rúma þrjá mánuði. Kennt verður eftir hádegi fimm daga vikunnar. 12:20-16:00
Við getum enn bætt við nemendum. Fræðslusjóðir Eflingar styrkja námið

Sjáðu kynningarmyndband um Grunnmenntaskólann hér

Markmið
• Að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum
• Að auka sjálfstraust til náms
• Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð
• Að þjálfa samvinnu í verkefnagerð
• Að styrkja stöðu á vinnumarkaði

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere