Samþykktur með meirihluta atkvæða
Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitafélaga
Talningu í atkvæðagreiðslu Eflingar, Hlífar og VSFK um kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga er lokið og var hann samþykktur með meirihluta atkvæða eða 78%. Um er að ræða samning sem gildir frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Já sögðu 124 eða 78,0 %
Nei sögðu 35 eða 22,0 %
Auðir seðlar og ógildir voru 0
Á kjörskrá voru alls 887 félagsmenn. Atkvæði greiddu 159 félagsmenn eða 17,9 %.
Samkvæmt þessum tölum gildir nú nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga.