Krafðist réttra launa og var rekin

4. 09, 2014

Gréta Sóley Sigurðardóttir

Krafðist réttra launa og var rekin

Gréta Sóley Sigurðardóttir var rekin úr vinnu á Lebowski bar í Reykjavík eftir að hún krafðist kjarasamningsbundinna launa fyrir vinnu sína. Við skoðun Eflingar-stéttarfélags á launum hennar kom í ljós að hún var á of lágum launum þar sem henni var greitt jafnaðarkaup en hún vann nánast bara á kvöldin og um helgar. Þegar Gréta krafðist réttra launa samkvæmt útreikningum Eflingar var hún rekin úr vinnunni. Það eru auðvit-að allir hræddir um að missa vinnuna ef þeir kvarta á svona vinnustað, segir þessi 22 ára félagsmaður Eflingar. Móðir hennar, Helga Dögg Sverrisdóttir, vakti athygli á framkomu Lebowski bar í grein í Morgunblaðinu og fjölmiðlar hafa síðan fjallað um málið og hafa fréttamenn verið harðorðir í garð fyrirtækisins. Tryggvi Marteinsson hjá Eflingu segir þetta viðvarandi vanda í veitingageiranum þar sem óprúttnir atvinnurekendur komist upp með að svindla á starfsfólki sínu þar sem engin viðurlög séu við svikastarfsemi af þessu tagi.Gréta Sóley Sigurðardóttir hóf störf á Lebowski  bar í maímánuði og líkaði vel starfið en brá í brún þegar hún fékk fyrsta launaumslagið í júlí. Hún fékk greiddar 1550 kr. á tímann í jafnaðarkaupi en samkvæmt kjarasamningi hefði hún átt að fá a.m.k. 1700 kr. í kvöldvinnu og meira um helgar og stórhátíðir. Hún vann að mestu á kvöldin og um helgar. Gréta gerði athugasemdir við launin. Hún hafði ekki skrifað undir ráðningarsamning en var tilkynnt að á þessum vinnustað væri greitt jafnaðarkaup og því yrði ekki breytt fyrir hana. Hún tilkynnti þá að hún myndi hafa samband við stéttarfélagið og fékk í kjölfarið símtal þar sem vaktir hennar voru stöðvaðar  þar til „leyst hefði verið úr þessu.“ Þegar hún að ráði Eflingar sendi SMS um að hún vildi fá fyrirkomulagið skriflegt, þá var svarið að verið væri að senda henni uppsagnarbréf.  Skilaboðin voru alveg skýr. Ef hún myndi krefjast réttra launa samkvæmt kjarasamningi, þá yrði hún rekin.Jafnaðarlaun undir lágmarkslaunumÞað er örugglega í meirihluta tilvika þar sem menn eru á einhverjum jafnaðarlaunum sem eru langt undir lágmarkslaunum miðað við þá vinnu sem þeir vinna, segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi Eflingar.Það er engin tilviljun að alltaf þegar við reiknum málið út reynast launin vera of lág.Þau eru aldrei of há. Því miður virðist þetta vera markvisst gert. Viss fyrirtæki og því miður allt of mörg  greiða svokölluð jafnaðarlaun sem eru rétt yfir dagvinnunni, en svo vinnur fólk bara á kvöldin og um helgar og þá fara launin undir lágmarkslaun.Það er allt of mikið um þetta og til Eflingar leita um hver mánaðamót tugir manna en því miður kemur aðeins hluti starfsmanna sem brotið er á til okkar. Við sendum endalaust út launakröfur, og þeir fá leiðréttingu, en meirihlutinn sem heima situr er áfram á of lágum launum.Þarf vitundarvakningu, segir móður GrétuMóðir Grétu Sóleyjar, Helga Dögg Sverrisdóttir, ritaði grein í Morgunblaðið skömmu eftir að hún var rekin þar sem hún vakti athygli á þessu og sagði vitundarvakningu þurfa til að koma í veg fyrir jafnaðarlaun. Hún hvatti í greininni  ungt fólk sem þiggur jafnaðarlaun, sem eru lægri en í kjarasamningi, að styðja stéttarfélögin í því að hafna jafnaðarkaupi. Ég kalla foreldra til samræðu um laun unga fólksins. Nauðsynlegt er að ræða við ungt fólk  ykkar um kjarasamningsbundin réttindi, hvetjið þau til að leita réttar síns hjá stéttarfélögunum.Viðurlögin eru engin, segir Tryggvi MarteinssonTryggvi Marteinsson tekur í sama streng. Hann hefur lengi fengist við launakröfur hjá Eflingu-stéttarfélagi og segir mál sem þessi koma ítrekað upp hjá sömu fyrirtækjunum árum saman. Viðurlögin eru engin, og erfitt er að ná til starfsfólksins vegna þess hve starfsmannavelta er hröð.Auðvitað þyrfti fólk að þekkja rétt sinn, og svo þyrftu að vera viðurlög við síbrotum, að mínu mati. Það er engin ástæða til þess að menn hagnist á því að vera óheiðarlegir. Það er ekkert eðlilegt við það, segir hann.greta_s_vefur

Það þarf einhver að gera þetta

– segir Gréta Sóley Sigurðardóttir

Það var mjög erfitt en þetta er bara minn réttur og ekki löglegt af þeim að traðka á honum, ég er alin upp við það að láta ekki bjóða mér hvað sem er, segir Gréta spurð að því hvernig henni hafi fundist að standa í launabaráttu við Lebowski bar. Þetta er búið að vera erfitt og leiðinlegt en það þarf einhver að gera þetta.Aðspurð hvort hún hafi orðið vör við fjölmiðlaumfjöllunina segist Gréta hafa fundið fyrir miklum stuðningi bæði frá fólki og fjölmiðlum. En hvað með jafnaldra hennar, voru þeir hissa á þessu? Ekki á því að það væri verið að borga jafnaðarkaup heldur að einhver myndi gera þetta og taka þennan slag, en ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð.Í ljósi þess að Gréta var rekin fyrir að leita réttar síns myndi hún gera það aftur kæmi sú staða upp? Ef ég væri sett í sömu spor, já því jafnaðarkaup er ekki löglegt. Hún segir að eftir að hún komst að því að hún væri með jafnaðarkaup sem væri of lágt hafi hún leitað til samstarfsfólks síns. Ég fór að spyrja fólkið sem ég vann með hvort það væri ánægt með launin sín og hvort það vildi fara í stéttarfélagið og láta leiðrétta þau. Enginn vildi hætta á að missa vinnuna. Þetta er fínn vinnustaður og frábær hópur og það er leiðinlegt að ekki skuli hægt að fá rétt laun fyrir svona fína vinnu.Þessu máli er nú lokið þar sem Lebowski bar gerði upp við Grétu Sóleyju í samræmi við launakröfu Eflingar.