Nýmæli í Gallup könnunSú nýbreytni verður tekin upp í nýrri Gallup könnun Flóafélaganna á næstunni að þátttakendur lenda í happdrættispotti um leið og þeir hafa lokið við könnuna. Þátttakendur sem hljóta vinninga, fá tilkynningu um það um leið og lokið hefur verið við að svara könnunninni, en um er að ræða 8.000.- kr. gjafabréf. Auk þess eru veglegir 35.000 króna vinningar í boði þegar könnuninni er lokið í heild sinni. Um er að ræða könnun á launakjörum og mikilvægum atriðum í tengslum við kröfugerð félaganna. Fullyrða má að sjaldan eða aldrei á síðustu árum, hefur verið jafnmiklvægt að fá góða þátttöku sem endurspeglar vilja félagsmanna. Á síðustu árum hefur Gallup könnunin komið að miklum notum við kröfugerð félaganna.Tíu heppnir þátttakendur hafa þegar verið dregnir út og fá gjafakort að andvirði 8.000 kr. í Bónus eða Krónuna. Þú veist hvort þú hefur unnið um leið og þú lýkur við könnunina.Auk þess verða dregnir út sjö vinningar úr innsendum svörum í lok október, hver að verðmæti 35 þúsund krónur. Haft verður samband við vinningshafa og vinningsnúmerin verða einnig birt á heimasíðu stéttarfélaganna.Niðurstöðurnar nýtast félagsmönnum. Um er að ræða 3.000 manna úrtak sem valið var með tilviljun úr félagsskrá stéttarfélaganna þriggja, Eflingar, Hlífar og VSFK. Könnunin nær til starfandi félagsmanna sem og til atvinnuleitenda.Félögin nota síðan niðurstöður könnunarinnar til að móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn.Hvernig er könnunin framkvæmd?Könnunin verður framkvæmd á netinu og í síma fyrir þá sem ekki hafa aðgang að netinu. Spyrlar Capacent munu hringja í þátttakendur og bjóða þér þátttöku. Ef samþykkt er að taka þátt, mun Capacent senda slóð á könnunina í tölvupósti.Einnig er hægt að svara strax með því að fara inn á uppgefna slóð og slá svo inn lykilorðið sem gefið er upp.