Mikil breyting varð á forystu Alþýðusambandsins í lok ASÍ þings þegar Sigurður Bessason, formaður Eflingar var ásamt Ólafía B. Rafnsdóttur, formanni VR kjörin í embætti varaforseta ASÍ. Þau voru bæði sjálfkjörin. Þau lögðu mikla áherslu á að samstaða, ábyrgð og virðing fyrir sjónarmiðum væri lykillinn að góðum árangri Alþýðusambandsins. Mikilvægast af öllu í okkar málflutningi væri að tala einum rómi í öllum stórum málum. Var góður rómur gerður að málflutningi nýju varaforsetanna. Það telst til sögulegra tíðinda að þetta er í fyrsta sinn í sögu Alþýðusambandsins þar sem forystumenn stærstu aðildarfélaganna eru varaforetar sambandsins.
Með þessum nýju varaforsetum verður sú breyting að formenn tveggja langstærstu félaganna innan ASÍ verða nú við hlið Gylfa Arnbjörnssonar og kom fram á þinginu að markmið breytinganna væri að breikka forystuna og tengja hana öflugar en áður við baklandið í stéttarfélögunum með þessum hætti.
Ný miðstjórn ASÍ var einnig kjörin til tveggja ára á þinginu. Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, var kosinn í miðstjórnina ásamt Sigurði.