Select Page

Í kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg eru ákvæði um endurskoðun starfsmatskerfisins. Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lokið vinnu sinni við endurskoðunina samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi. Starfsmatsbreytingin verður afgreidd í tvennu lagi. Þann 1. desember n.k. verða laun greidd skv. nýju mati starfa. Þann 12. desember verða svo  afturvirkar breytingar greiddar út. Hér má sjá nýja grunnröðun starfa í launatöflu samkvæmt Starfsmati.

Á næstu vikum verður boðið upp á kynningar á þeim breytingum sem orðið hafa á starfsmatskerfinu og verða þær haldnar sem hér segir:

•               25. nóvember, kl. 8.30-9.30                     Höfðatorg, matsalur

•               2. desember, kl. 9.00-10.00                     Grafarvogur, Gufunesbær hlaða

•               3. desember, kl. 12.00-13.00                    Breiðholt, Gerðuberg, B-salur

•               4. desember, kl. 15.00-16.00                    Árbær, Árbæjarsafn –Kornhús

•               8. desember, kl. 17.00-18.00                    Ráðhús –  matsalur

•               9. desember, kl. 15.00-16.00                    Vesturbær, Vesturgarður, Þormóðsstaðir

•               10. desember, kl. 10.00-11.00                  Félagsmiðstöðin í Hæðargarði 31, matsalur

•               11. desember, kl. 9.00-10.00                    Höfðatorg, Kerhólar

Það er von Eflingar að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere