Í kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg eru ákvæði um endurskoðun starfsmatskerfisins. Starfsmatsnefnd Reykjavíkurborgar hefur nú lokið vinnu sinni við endurskoðunina samkvæmt ákvæðum í kjarasamningi. Starfsmatsbreytingin verður afgreidd í tvennu lagi. Þann 1. desember n.k. verða laun greidd skv. nýju mati starfa. Þann 12. desember verða svo afturvirkar breytingar greiddar út. Hér má sjá nýja grunnröðun starfa í launatöflu samkvæmt Starfsmati.
Á næstu vikum verður boðið upp á kynningar á þeim breytingum sem orðið hafa á starfsmatskerfinu og verða þær haldnar sem hér segir:
• 25. nóvember, kl. 8.30-9.30 Höfðatorg, matsalur
• 2. desember, kl. 9.00-10.00 Grafarvogur, Gufunesbær hlaða
• 3. desember, kl. 12.00-13.00 Breiðholt, Gerðuberg, B-salur
• 4. desember, kl. 15.00-16.00 Árbær, Árbæjarsafn –Kornhús
• 8. desember, kl. 17.00-18.00 Ráðhús – matsalur
• 9. desember, kl. 15.00-16.00 Vesturbær, Vesturgarður, Þormóðsstaðir
• 10. desember, kl. 10.00-11.00 Félagsmiðstöðin í Hæðargarði 31, matsalur
• 11. desember, kl. 9.00-10.00 Höfðatorg, Kerhólar
Það er von Eflingar að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta.