Select Page

Þann 1. febrúar 2015 greiðist sérstök eingreiðsla kr. 20.000 m.v. fullt starf hverjum starfsmanni hjá Reykjavíkurborg sem var við störf í desember 2014. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í desembermánuði 2014.

Eingreiðslan kemur vegna þess að á samstarfsnefndarfundi þann 27. maí 2014 lagði Reykjavíkurborg fram yfirlýsingu um að allir starfsmenn Reykjavíkurborgar myndu njóta sambærilegra eingreiðslna á samningstímanum eins og kveðið var á um í samningi borgarinnar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Eingreiðslan nær einnig til þeirra sem taka mið af kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar, eins og einkarekinna leikskóla og Sorpu.

Þeir sem vinna á hjúkrunarheimilum eða stofnunum sem taka mið af ríkissamningi eiga von á  sams konar 20.000 kr. eingreiðslu þann 1. apríl nk.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere